Um Lífsbókina

Hvar geymir þú söguna þína og minningar?

Kjarni Lífsbókarinnar

Lífsbókin er þjónusta sem miðar að því að varðveita minningar þínar og arfleifð, dýpka tengingar kynslóða á milli og fagna lífinu í öllum sínum margbreytileika.

Lífshlaup hvers og eins okkar er einstakt og engu öðru líkt. Það er samofið tilveru og lífshlaupi ótal annarra einstaklinga. Það verður að verðmætri sögu sem vefast saman við sögu forfeðra okkar og -mæðra, samferðafólks og afkomenda. 

Tíminn sem við teljum oftast að við eigum nóg af hleypur frá okkur, samtölum sem við ætlum að eiga er slegið á frest, það gleymist að skrásetja mikilvæga hluti á öruggum stað og svo skyndilega er það orðið of seint. 

Það gefur aðstandendum friðþægingu að geta gengið að því vísu hver vilji ástvina þeirra var og mikilvægt er að varðveita þessa hluti á öruggum stað. 

Lífsbókin minnir okkur á að staldra við og njóta. Lífsbókin minnir okkur á að skrásetja söguna okkar. Lífsbókin minnir okkur á margbreytileika lífsins og gefur okkur yfirsýn á okkar eigin sögu þegar við lítum yfir farinn veg á efri árum. Sagan þín verður minning okkar sem stöndum eftir þegar þú hefur kvatt í hinsta sinn. 

Við eigum bara eitt líf, en líf okkar er tengt þeim sem á undan okkur komu, þeim sem ganga samferða okkur í gegnum lífið og þeim sem á eftir okkur koma. Mikill fjársjóður felst í þeim minningum sem skrásettar eru og þær dýpka tengingar kynslóða á milli. Þessar tengingar eru það sem gefur lífinu gildi.

Efnisyfirlit Lífsbókarinnar:

Við horfum á bakið á ellefu fullorðinna og fjögurra barna sem standa hlið við hlið á ströndu og horfa á sólarsetrið. Mörg halda um hvert annað eða leiðast.

Fjölskyldutré

Fjölskyldur eru eins fjölbreyttar og þær eru margar; þær eru stórar, smáar, samsettar, óháðar blóðböndum og svo framvegis. Hér verður

Lesa meira »

Saga verkefnisins

Árið 2015 hófst ferðalag Lífsbókarinnar og Tré lífsins með fundi í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Árið 2019 var verkefnið eitt af átta teymum sem komst inn í samfélagshraðalinn Snjallræði þar sem sérfræðingar frá MIT í Bandaríkjunum og íslenskir sérfræðingar aðstoðuðu teymin. Sama haust varð verkefnið eitt af tíu efstu teymunum í frumkvöðlahraðlinum Gullegginu.

Árið 2020 var verkefninu skipt í tvo hluta, Tré lífsins og Lífsbókina og eru þau systurverkefni. Tré lífsins mun reisa bálstofu, óháð athafnarými og Minningagarð í Rjúpnadal í Garðabæ þar sem fólk getur gróðursett tré ásamt ösku ástvina sinna. Með Lífsbókinni munum við á rafrænan, öruggan hátt halda utan um sögur okkar og minningar, mikilvægar ákvarðanir, og fagna lífinu.

Unnið er að því að leita að fjármagni til að ráðast í frekari þróun og forritun á frumgerð til að gera Lífsbókina að möguleika fyrir almenning sem allra fyrst.