Netaðgangar og lykilorð

Það getur verið erfitt að halda utan um öll þau notendanöfn og lykilorð að ólíkum samfélagsmiðlareikningum og öðrum netaðgöngum sem stafræn tilvist okkar hefur í för með sér. Netglæpir verða sífellt algengari og því miður erum við fæst nógu dugleg að vernda lykilorðin okkar og notumst oft við þau sömu.
Hér getur fólk haldið utan um alla sína netaðganga og lykilorð á einum, aðgengilegum og öruggum stað.
Þessi staður er einnig mikilvægur fyrir aðstandendur til að nálgast upplýsingar eftir að við föllum frá til þess að geta lokað netaðgöngum og samfélagsmiðlareikningum ef það er í takt við okkar óskir.

Skjáskot úr frumgerð Lífsbókarinnar:

Skjáskot af lykilorðum og reikningum í prototýpu Lífsbókarinnar