Fjölskyldutré

Fjölskyldur eru eins fjölbreyttar og þær eru margar; þær eru stórar, smáar, samsettar, óháðar blóðböndum og svo framvegis. Hér verður hægt að teikna upp sitt eigið fjölskyldutré og bæta við greinum á það eftir því sem fjölskyldan breytist eða stækkar. Ættfeður okkar og -mæður eru ræturnar og frá okkur sjálfum spretta greinar með nýju lífi.

Við hvern þann einstakling sem bætt er við fjölskyldutréð er hægt að setja inn myndir og skrá inn minningar og sögur sem við viljum varðveita um viðkomandi. Hvernig við kynntumst maka okkar eða stjúpbarni, eða ógleymanlegt hláturskast með systkini okkar eru dýrmætar minningar sem mikilvægt er að varðveita.

Á fjölskyldutrénu er hægt að halda utan um ævi og þroska barnanna sinna og skrá á rafrænan hátt hvenær barnið brosti í fyrsta sinn, hvernig barnið var klætt fyrsta skóladaginn, fyrsta brandarann sem barnið sagði, og hvernig unglingsárin voru. Þegar börnin okkar verða 18 ára geta þau opnað sína eigin Lífsbók og flutt upplýsingarnar um sig af fjölskyldutré annarra yfir á sitt eigið tré. Afkomendur barnsins munu þannig í framtíðinni eiga sögu foreldris síns, eða ömmu og afa, allt frá fæðingu, og þannig dýpka tengingar kynslóða á milli og sögu hvers einstaklings. 

Skjáskot úr frumgerð Lífsbókarinnar:

Skjáskot af fjölskyldutré í prototýpu Lífsbókarinnar