Sagan mín

Við erum öll mikilvæg og saga okkar hefur mikið að segja um það hver við erum og hvernig við mótumst. Tíminn er fljótur að breiða yfir minningarnar og því er mikilvægt að skrásetja þær á meðan þær eru okkur enn í fersku minni.

Hér getum við skráð söguna okkar á meðan hún er enn að gerast og haldið utan um lífshlaupið okkar. Við skráum minningar af hamingjustundum, erfiðleikum, ævintýrum eða hverju sem við viljum varðveita fyrir okkur og aðstandendur okkar. 

Sagan mín eru okkar eigin endurminningar skrifaðar með okkar eigin orðum. Þegar við eldumst verður dýrmætt að fara yfir þessar minningar og rifja upp gamla tíma. Þegar okkar hinsta kveðjustund rennur upp verða þessar minningar og sögur að ómetanlegum fjársjóði fyrir afkomendur okkar. 

Söguna verður hægt að skrásetja með texta, myndböndum, myndum og hljóðupptökum. 

Skjáskot úr frumgerð Lífsbókarinnar:

Skjáskot úr prototýpu Lífsbókarinnar