Erfðamál

Það er sárt að missa og við tökumst á við sorgina á ólíkan hátt. Til viðbótar við sorg og missi sem fylgir andláti ástvinar þurfum við að ráða fram úr mörgum lögformlegum atriðum. Með því að útbúa erfðaskrá tryggir þú að vilji þinn gagnvart erfingjum sé virtur. Hér er hægt að hlaða upp lögformlegri erfðaskrá og ráðstafa persónulegum munum sem lögin ná ekki til en óskað er eftir að aðstandendur virði. Persónulegir munir geta fengið mikið gildi í augum ástvina þegar við föllum frá og þá gæti verið gott að hafa ráðstafað einhverjum þeirra til ákveðinna ástvina.

Skjáskot úr frumgerð Lífsbókarinnar:

Skjáskot úr prototýpu Tré lífsins af erfðamálum