Persónulegt bréf til ástvina

Með persónulegu bréfi gefst fólki kostur á að skrifa bréf til ástvina sinna og varðveita það í sinni eigin Lífsbók. Þegar viðkomandi fellur frá munu starfsmenn Lífsbókarinnar prenta bréfið út, innsigla það og koma til þeirra sem þau eru stíluð á. Þeir nánustu aðstandendur sem hinn látni hefur valið til að nálgast Lífsbók sína að sér látnum munu ekki fá þessi bréf í hendurnar.

Stundum eigum við eitthvað ósagt við aðstandendur og ástvini sem miklu máli skiptir að koma frá sér. Einnig væri hægt að skrifa bréf til barnanna sinna þegar þau eru á ólíkum aldri og þau fá bréfin afhent þegar fólk fellur frá, jafnvel áratugum síðar. Þá eiga þau bréf frá foreldri sínu með fallegum orðum sem jafnvel voru skrifuð þegar þau voru ungabörn eða táningar.

Skjáskot úr frumgerð Lífsbókarinnar:

Skjáskot úr prototýpu Lífsbókarinnar. Skilaboð til aðstandenda