Spurt og svarað

Hver stendur á bakvið Lífsbókina?

Lífsbókin er frumkvöðlaverkefni Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur. Með Sigríði Bylgju vinna Halla Kolbeinsdóttir og Berglind Sigurjónsdóttir að þróun Lífsbókarinnar, auk þess sem fjöldi sérfræðinga hefur komið að hugmyndavinnu, þróun og hvatningu vegna verkefnisins undanfarin ár. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins og Lífsbókarinnar. Hún hefur ferðast og búið víða um heim og lauk meistaranámi frá …

Hver stendur á bakvið Lífsbókina? Read More »

Hvernig er Lífsbókin afhent?

Áhersla verður á stuðning, hlýju og virðingu af hálfu starfsfólks við syrgjendur við afhendingu Lífsbókar. Þegar ástvinur fellur frá koma nánustu aðstandendur í höfuðstöðvar Lífsbókarinnar með staðfestingu læknis um andlát viðkomandi og afhenda starfsfólki. Staðfest verður að viðkomandi séu skráðir nánustu aðstandendur hins látna í Lífsbók hans/hennar/háns og þau sýna persónuskilríki því til sönnunar. Að …

Hvernig er Lífsbókin afhent? Read More »

Nýskráning

Þegar keyptur er aðgangur að Lífsbókinni og farið er í gegnum nýskráningarferlið þarf fólk að velja tvo aðila til að gegna hlutverki nánustu aðstandenda sinna. Þetta geta verið maki, systkini, barn, vinur, foreldri eða annar nákominn aðili. Þessir tveir aðstandendur fá sendan póst frá Lífsbókinni með upplýsingum um hvað felist í því að vera nánasti …

Nýskráning Read More »