Með því að taka könnunina aðstoðar þú okkur við að meta eftirfarandi:
- Hvort þörf sé á þjónustu eins og Lífsbókinni
- Hvaða köflum Lífsbókarinnar er mest þörf á
- Hvaða kafla Lífsbókarinnar á að þróa fyrst
- Hvort einhver mikilvæg atriði vanti í Lífsbókina
Það er mikilvægt að eiga samtal við fólk strax á þróunarstigum Lífsbókarinnar til þess að geta mætt ólíkum þörfum þeirra sem þjónustuna velja. Lífsbókin mun halda utan um mikilvægar stundir úr lífi okkar. Bæði fallega hluti eins og gleðistundir og þroska barnanna okkar, og líka erfiðari og viðkvæmari atriði eins og málefni sem snúa að okkar hinstu óskum. Vegna þeirra umfjöllunarefna sem Lífsbókin tekur á þykir aðstandendum Lífsbókarinnar mikilvægt að koma af stað samtali um þróun hennar snemma í ferlinu og þess vegna biðlum við til fólks að taka þessa könnun.
Með fyrirfram þökk,
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Lífsbókarinnar