Með því að taka könnunina aðstoðar þú okkur við að meta eftirfarandi:
- Hvort þörf sé á þjónustu eins og Lífsbókinni
- Hvort einhver mikilvæg atriði vanti í Lífsbókina
Við leitum til almennings til að aðstoða okkur við þróun verkefnisins og heyra hvað fólki finnst mikilvægt að Lífsbókin innihaldi- já og hvort fólk myndi yfirhöfuð vilja nýta sér slíka þjónustu.
Í maí-júlí 2021 leituðum við til almennings til að leiðbeina okkur um framtíðarþróun Lífsbókarinnar og þátttakan var vonum framar! Okkur bárust um 750 svör sem voru mjög gagnleg og veittu góða innsýn í þarfir fólks.
Nú óskum við aftur eftir aðstoð almennings til að athuga hvort eitthvað hafi breyst á þessum árum og munum nýta svörin ykkar til þess að þróa Lífsbókina.
Lífsbókin er frumkvöðlaverkefni sem vill smíða þjónustu þar sem litið er til langs tíma og fyllsta öryggis gætt við varðveislu þeirra gagna sem þar eru skráð.
Það er mikilvægt að eiga samtal við framtíðar notendur strax á þróunarstigum Lífsbókarinnar til þess að geta mætt ólíkum þörfum þeirra sem þjónustuna velja.
Lífsbókin mun halda utan um mikilvægar stundir úr lífi okkar. Bæði fallega hluti eins og gleðistundir og þroska barnanna okkar, og líka erfiðari og viðkvæmari atriði eins og málefni sem snúa að okkar hinstu óskum.
Vegna þeirra umfjöllunarefna sem Lífsbókin tekur á þykir aðstandendum Lífsbókarinnar mikilvægt að koma af stað samtali um þróun hennar snemma í ferlinu og þess vegna biðlum við til fólks að taka þessa könnun.
Með fyrirfram þökk,
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Lífsbókarinnar