Hver hefur aðgang að Lífsbókinni minni?

Einungis eigandi Lífsbókar hefur aðgang að henni á meðan viðkomandi er á lífi, en eftir andlát verða gögnin afhent tveimur nánustu aðstandendum sem viðkomandi hefur sjálf/ur/t valið. Lífsbókin verður eins lokuð og örugg og netbanki . Fólk mun geta skráð sig inn hvenær sem því hentar og bætt við gögnum, eytt eða breytt því sem það hefur áður sett inn.

Í Lífsbókina safnar fólk minningum og sögum sem það vill að sitt nánasta fólk fái í hendurnar þegar það fellur frá, og heldur utan um mikilvæga ákvarðanatöku sem varðar hinstu kveðjustund, erfðamál og fleira.