Hvað þýðir það að vera nánasti aðstandandi?

Með því að vera nánasti aðstandandi ábyrgist þú að sækja Lífsbók ástvina þinna þegar þau falla frá og gera þitt besta til þess að tryggja að hinstu óskir viðkomandi verði virtar. Þú hefur verið valin sem vörslumanneskja á minningum viðkomandi og það er þitt hlutverk að koma þessum gögnum til annarra aðstandenda. 

Frá því að þú veitir upplýst samþykki og staðfestir að vera nánasti aðstandandi og þangað til ástvinur þinn fellur frá þarft þú ekkert að aðhafast. Það gæti komið að því að viðkomandi velji einhvern annan í þinn stað og þá munt þú fá tilkynningu frá Lífsbókinni um að þú sért ekki lengur skráður sem nánasti aðstandandi viðkomandi og þá falla skyldur þínar niður. 

Ef hins vegar ekkert breytist þá heldur þú hlutverki þínu til dánardags ástvinar þíns og sækir Lífsbók hans/hennar/háns til Tré lífsins- Lífsbókarinnar.