Þegar keyptur er aðgangur að Lífsbókinni og farið er í gegnum nýskráningarferlið þarf fólk að velja aðila til að gegna hlutverki nánustu aðstandenda sinna. Þetta geta verið maki, systkini, barn, vinur, foreldri eða annar nákominn aðili. Þessir aðstandendur fá sendan póst frá Lífsbókinni með upplýsingum um hvað felist í því að vera nánasti aðstandandi og þurfa að staðfesta vilja sinn með rafrænum skilríkjum.
Athugið að Lífsbókin er frumkvöðlaverkefni í þróun og því ekki hægt að kaupa þjónustuna eða nýskrá sig strax. Við bjóðum fólki að hafa áhrif á þróun verkefnisins með því að taka þátt í könnun og segja okkur sína skoðun á þjónustunni. Með því móti getum við metið hvort að þörf sé fyrir Lífsbókina og hvaða atriði eru fólki mikilvæg varðandi þróun hennar.