Fólkið á bakvið Lífsbókina

 

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir og Kristján Valur Jónsson eru fólkið á bakvið Lífsbókina.

Verkefnið hefur verið lengi í þróun svo auk þeirra hefur fjöldi sérfræðinga veitt aðstoð við hugmyndavinnu, þróun og uppbyggingu Lífsbókarinnar.

Sigríður Bylgja er hugmyndasmiður Lífsbókarinnar og stofnandi Tré lífsins- bálstofu og Minningagarða ses. Upphaflega var Lífsbókin hluti af Tré lífsins en í gegnum þróun verkefnisins þótti eðlilegra að hvor hluti fyrir sig ætti sér sjálfstæða tilveru. Sigríður Bylgja er með fjölbreyttan og fjörlegan bakgrunn. Eftir að hafa lokið BA gráðu í HHS frá Háskólanum á Bifröst og MSc gráðu frá Háskólanum í Lundi í Mannvistfræði hefur hún ferðast mikið og búið til, stýrt og skipulagt smærri sem stærri verkefnum. 

Kristján Valur er forritari, fræðimaður, rannsakandi og kennari. Hann er með doktorsgráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og KTH í Svíðþjóð, með áherslu á dulkóðun. Kristján Valur hefur starfað við kerfishönnun, hugúnaðargerð og netöryggi til fjölda ára og var m.a. tæknilegur leiðtogi netöryggissveitarinnar CERT-IS