Hver stendur á bakvið Lífsbókina?

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, andlitsmynd

Lífsbókin er frumkvöðlaverkefni Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur.

Með Sigríði Bylgju vinna Halla Kolbeinsdóttir og Berglind Sigurjónsdóttir að þróun Lífsbókarinnar, auk þess sem fjöldi sérfræðinga hefur komið að hugmyndavinnu, þróun og hvatningu vegna verkefnisins undanfarin ár.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins og Lífsbókarinnar. Hún hefur ferðast og búið víða um heim og lauk meistaranámi frá Háskólanum í Lundi með gráðu í mannvistfræði. Samspil manns og náttúru eru henni hugleikin sem og tengingar okkar hvers við annað og úr þeim jarðvegi spretta Tré lífsins og Lífsbókin.

Halla Kolbeinsdóttir. Andlitsmynd

Halla Kolbeinsdóttir er fjöltyngd á tungumál tækninnar og leggur sérstaka áherslu á þarfir notenda. Halla hefur starfað við viðskipta-, verkefna- og vefstjórn, upplýsinga- og vefhönnun sem og vefun. Hlutverk Höllu í teymi Lífsbókarinnar er að stýra vöruþróun og hönnun Lífsbókarinnar, sjá um samskipti við hugbúnaðarteymið og hafa yfirumsjón með tækniþróun, gagnavernd og netöryggi sem nauðsynlegt er að sé til staðar í Lífsbókinni.

Berglind Sigurjónsdóttir. Andlitsmynd

Berglind Sigurjónsdóttir er verkefnastjóri og stjórnarmaður í Lífsbókinni. Berglind er sjúkraliði að mennt og hefur starfað við heimahjúkrun hér heima og erlendis í yfir tíu ár. Hún hefur einstakan skilning á þörfum einstaklingsins og aðstandenda. Innsýn hennar úr starfi við heimahjúkrun og umönnun auk hlýlegrar nálgunar á viðkvæm málefni eru virkilega mikilvæg fyrir verkefnið.

 

Í ráðgjafaráði Lífsbókarinnar sitja:

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu

Bjarni Rúnar Einarsson, tölvunarfræðingur

Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu